387.758 ástæður fyrir að koma til Íslands

Gestrisni þjóðarinnar er stór þáttur í góðri upplifun ferðamanna á Íslandi. Saman erum við hluti af verðmætustu stundum fólks á ferðalagi.

Verkefnið Góðir gestgjafar er hvatning til okkar allra um að njóta þessa mikilvæga hlutverks og gæðanna sem því fylgja.

Við njótum öll góðs af heimsóknum ferðamanna

Við getum þakkað blómlegri ferðamennsku fyrir fjölbreytta þjónustu og framúrskarandi gestrisni um land allt. Heimsóknir þessara áhugasömu gesta okkar hafa þannig gert samfélagið fjölbreyttara og skemmtilegra.

Gestrisni hefur alla tíð verið eitt af aðalsmerkjum okkar Íslendinga. Við erum stolt af því að taka vel á móti fólki og viljum halda því áfram. Miklum vinsældum Íslands fylgja þó áskoranir sem við viljum leysa í sameiningu. Það gerum við meðal annars með því að taka vel á móti okkar góðu gestum og leiðbeina þeim um landið og samfélagið, ásamt því að læra á og virða fjölbreytta menningu þeirra.

Tökum þátt og hjálpumst að við að vera góðir gestgjafar.

Við viljum

  1. Velkomin

    taka vel á móti þeim sem heimsækja okkur og bjóða þeim að koma aftur og aftur

  2. Menning

    sýna ólíkum menningarheimum virðingu og vera jafn-framt góðir fulltrúar okkar menningar og samfélags

  3. Hjálpsemi

    leiðbeina og hjálpa gestum lendi þeir í vandræðum og á sama tíma vera opin fyrir að læra eitthvað nýtt

  4. Minningar

    sjá til þess að gestir okkar fari heim með góðar minningar og njóta þeirra gæða sem heimsóknir þeirra færa okkur

Umsagnir

Íslensk menning heillar okkar góðu gesti. Kaup ferðamanna á íslenskum bókum og annari menningu þýðir öflugra menningarlíf og fleiri störf

Ingimar JónssonPenninn Eymundsson

Samhliða vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur okkur tekist að hækka ránna þegar kemur að fagmennsku og gæðum á veitingastöðum um land allt.

Fanney Dóra SigurjónsdóttirBerjaya Iceland Hotels

 Viðskiptavinir okkar, íslensk heimili eða fólk á ferð um landið, nýtur þess að fá ferskar vörur frá Örnu um land allt.

Hálfdán ÓskarssonMjólkurvinnslan Arna

Elvar og Sigmar, þriðja og fimmta kynslóðin í saltfiskinum. Kynna ferðamönnum 100 ára hefðina og handverkið áður en þeir borða fiskinn á veitingastaðnum okkar, Baccalá Bar.

Elvar ReykjalínEktafiskur

Það eru forréttindi að geta skapað góð störf í ferðaþjónustu og bjóða upp á upplifun fyrir hundruð ferðamanna á hverjum degi.

Knútur Rafn ÁrmannFriðheimar

Um allt land neyta ferðamenn vara frá SS. Þannig eflir ferðaþjónustan bændur og samfélög þeirra.

Steinþór SkúlasonSláturfélag Suðurlands

Ferðaþjónustan er stærsta gjaldeyris-skapandi atvinnugrein landsins og eykur lífsgæði okkar allra.

Lilja Dögg AlfreðsdóttirMenningar- og viðskiptaráðherra

Ferðamenn og Íslendingar ásamt frábæru starfsfólki gera okkur kleift að bjóða upp á mat og þjónustu sem nýtur viðurkenningar á heimsvísu.

Þráinn Freyr VigfússonÓx & Sumac

Bílabjörgun sinnir vegaaðstoð á Norðurlandi, í byggð og til fjalla. Þjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn í 10 ár skapar störf við lausn á fjölbreyttum vanda þeirra.

Gísli PálssonBílabjörgun

Það er gaman að bjóða ferðamönnum að njóta þess sem er íslenskt. Konseptið Jómfrúin er það ekki, en hráefnin, gestrisnin og viðmótið er það. Við erum lókal upplifun.

Jakob Einar JakobssonJómfrúin

Enginn gleymir sinni fyrstu ferð á framandi slóð. Tryggjum gestum okkar verðmætar minningar sem lifa og hvetja til endurkomu.

Arnar Már ÓlafssonFerðamálastjóri

Ferðamenn og fjör eru auðvitað fullkomin uppskrift að góðum kokteil. Í veitingageiranum er enginn dagur eins og það er frábært að geta verið hluti af góðri upplifun gesta.

Sigurður Borgar ÓlafssonMonkeys

Hátt í 300.000 turngestir kosta viðgerðir og endurbætur í Hallgrímskirkju og margir í hópi yfir milljón góðra gesta á ári leggja til hjálparstarfs með kaupum á bænakertum.

Einar Karl HaraldssonHallgrímskirkja

Við finnum vel fyrir fótspori ferðaþjónustunnar, enda eru hótel og veitingastaðir meðal okkar tryggustu kúnna. Hreinn og fínn fatnaður eru aðalsmerki góðra gestgjafa.

Guðrún Erla SigurðardóttirEfnalaugin Björg

Eitt af því skemmtilegasta við að starfa í ferðaþjónustu er að sjá bros á andlitum ánægðra gesta eftir góða máltíð.

Katrín Ósk StefánsdóttirBorg Restaurant

Með opnun Vínstofu Friðheima höfum við fjölgað möguleikum í þjónustu og afþreyingu - bæði fyrir erlenda ferðamenn og ekki síður Íslendinga.

Dóróthea ÁrmannVínstofa Friðheima

Það er mikilvægt að mæta öllum gestum með gleði og góðri þjónustulund. Orðspor lands og þjóðar er sameign okkar og okkar allra að skapa og viðhalda.

Hjördís Guðný Guðmundsdóttir

Ég elska að sjá áhugann kvikna í augum fólks þegar það kynnist þeim kyngimögnuðu kröftum sem búa í iðrum jarðar í einstakri upplifun Lava Show.

Ragnhildur ÁgústsdóttirLava Show

Endurgjöldum í verki þá gestrisni og velvild sem okkur er sýnd þegar við erum erlendis.

Gunni kokkurBjargarsteinn Mathús

Við elskum að taka á móti fólki frá öllum heimsálfum, hvort sem þau koma í mat, drykk eða til að þvo þvott. Svo hafa börnin eigið leiksvæði.

Sölvi MagnússonThe Laundromat Café

Það er magnað að geta sýnt gestum okkar annað sjónarhorn af Íslandi.

Blue Water Kayaks

Það er sönn upplifun að bragða á ekta sveitaís, Jöklaís. Að upplifa ánægju gesta gerir hvern dag miklu betri. Gleðin er ósvikin fyrir alla.

Sigurlaug GissurardóttirBrunnhóll gistiheimili

Gestrisni skiptir máli vegna þess að eykur möguleika á því að gestir okkar vilji koma aftur og eins segja öðrum frá.

Hilmar SigvaldasonAkranesviti

Það er sönn ánægja að ferðast um Ísland með erlendum vinum. Ég hef ferðast með fólki af mörgum þjóðernum en íslenska gestrisnin er ævinlega sú sama.

Ingunn Björnsdóttir

Íslensk ferðaþjónusta er í heimsklassa. Íslensk náttúra og fagmennska í ferðaþjónustu skila sér í öflugri og mikilvægri atvinnugrein.

Bryndís HaraldsdóttirAlþingismaður

Ég hef rekið heimagistingu þar sem markhópurinn minn eru fatlaðir en efnaðir útlendingar og þeir hafa allir verið ánægðir með enskukunnáttu landans.

Kristín Huld Þorvaldsdóttir

Við tryggjum gestum einstaka upplifun með hönnun og framleiðslu á vistvænum rúmfötum með mynstrum úr íslenskri náttúru og menningu.

Lín Design

Ég ferðast reglulega erlendis. Það er sama hvert ég fer, það heyrir til algjörra undantekninga að það sé ekki tekið vel á móti manni. Fólk er eins hér.

Ingvar Örn IngvarssonCohn&Wolfe

Ferðaþjónustan hefur fært okkur fjölbreytta afþreygingu og þjónustu hringinn í kringum landið. Nú er gaman að ferðast.

Sigursteinn Másson

Ferðaþjónusta bætir lífsgæði allra þeirra sem njóta gestrisni landsmanna. Hún skapar fjölbreytt atvinnutækifæri og eflir uppbyggingu samfélaga.

Rannveig GrétarsdóttirElding

Ferðafólk elskar landið okkar og sú aðdáun er mjög smitandi. Mér þykir ennþá vænna um íslenska landslagið og íslenska veðrið fyrir vikið.

Steinþór Baldvinsson

Ferðaþjónusta eflir framþróun og lífsgæði fyrir mig og þig, bæði hér á landi og annars staðar. Hún eykur velíðan og skapar upplifun.

Rósbjörg JónsdóttirIceland Geothermal

Ferðaþjónustan er mögnuð atvinnugrein þar sem allir eru með einhverju hætti þátttakendur og einkaframtakið fær að blómstra um land allt!

Pétur ÓskarssonKatla-DMI

Uppbygging um allt land, hundruð starfa og engan þarf að undra vinsældir Íslands með slíka náttúru og gestrisið fólk.

Gunnar Bragi

Við hjónin gerum töluvert af því að fara með ferðamenn um landið. Það er dásamlegt að sjá og upplifa landið okkar og þjóðina með þeirra augum.

Gylfi Skarphéðinsson

Fjölgun ferðamanna hefur orðið til þess að þjónustustig hefur hækkað og þar með lífsgæði íbúa úti á landi. Ferðaþjónustan er okkar besta byggðastefna!

Helga Margrét FriðriksdóttirLandnámssetur Íslands

Gestrisni gefur okkur alvöru tengingu við aðrar manneskjur og auðgar þar með lif okkar og þeirra sem heimsækja okkur

Jóná Árný ÞórðardóttirBæjarstjóri Fjarðabyggðar

Þegar eru norðurljós bönkum við upp á. Einn gesta okkar sendi þessa mynd í kjölfarið með orðunum "Best gift ever". Óendanlega skemmtilegt

Guðrún Dadda ÁsmundardóttirÁrnanes sveitahótel

Við erum stolt af þeim fjölmörgu ferðaþjónum sem veita gestum og íbúum Austurlands frábærar upplifanir!

Áfangastaðastofa Austurlands

Mér þykir vænt um landið okkar og er stoltur af fegurð þess og mannlífinu hér. Ég vil að gestir okkar sjái bestu hliðar landsins og njóti þess.

Stefán Bogi Sveinsson

Spurningar frá ferðamönnum verða til þess að ég kynni mér meira um landið, söguna, náttúruna, menninguna o.fl.Fæ þannig meiri skilning á landi og þjóð

Hrönn BaldursdóttirGönguleiðsögumaður

Að sjálfsögðu tökum við vel á móti ferðamönnum. Sýnum móðurmálinu okkar virðingu, höfum alla veitingastaði með íslenskum nöfnum fyrst og enskuna svo.

Hulda Jónsdóttir

Ég lofa því að gera mitt besta til að hjálpa okkar gestum að skapa ógleymanlegar minningar um Íslandsheimsókn sína.

Björn RagnarssonIcelandia

Að fá að taka þátt og aðstoða við að skapa minningar þeirra sem hingað koma er beinlínis gefandi

Ófeigur Friðriksson

Ungir tónlistarmenn frá Úkraínu sækja innblástur í listasmiðjuna mína og koma fram á Menningardegi FKA í Borgarnesi

Michelle BirdArt House Borgarnes

Sem íbúi í 101 um árabil get ég sagt að miðbærinn hefur aldrei verið líflegri. Iðandi mannlíf, menning og fjölbreytt flóra verslana og veitingastaða.

Helgi Már BjörgvinssonIcelandair

Gestrisni sýnir skilning á væntingum ferðamanna sem eru í fríi og fullir væntinga

Birna Lind Björnsdóttir

Það skiptir öllu máli að taka vel á móti, gestrisni og þjónustulund skapa jákvæðar minningar og ýtir undir gott orðspor.

IdaKaffi Klara

Að skoða plöntur í sínu náttúrulega umhverfi er ævintýri líkast og við hjá Þund bjóðum fjölbreyttar gróðurferðir

Soffí ArnþórsdóttirÞund

Mér finnst mikilvægt að gestir mínir finni að þeir séu velkomnir bæði hjá mér og annarsstaðar. Þau skipta máli.

Tjaldstæði Vogum

Á eigin ferðalögum er ekkert dýrmætara en að finna vinsemd og hjálpsemi á áfangastað. Það gerir maður svo sannarlega á Íslandi og Reykjavík.

Inga Hlín PálsdóttirMarkaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Ísland tekur hlýlega á móti gestum. Þannig hefur það alltaf verið. Náttúran og fólkið í landinu eru órofa heild. Við tökum vel á móti gestum.

Eyþór L. Arnalds

Íslensk náttúra er stórbrotin, bæði á landi og á sjó. Ánægan er okkar að gera upplifun ferðamannsins af landinu enn minnisstæðari en ella.

Whale Watching Hauganes

Ævintýri og upplifanir eru fjárfesting gesta í minningum, við uppskerum árangurinn af gestrisni í formi þjónustu, atvinnutækifæra og innviðauppbyggu.

Vilborg Arna Gissurardóttir

Með fleiri ferðamönnum verður hægt að standa undir öflugra neti almenningssamgangna í dreifbýli á sumrin og á stærri hluta ársins.

Hrönn BaldursdóttirFerðalangur

Við höfum ánægju af því að taka á móti gestum í sveitagistingunni okkar, bjóða uppá heimatilbúin kvöldmat og segjum þeim frá umhverfinu og menningu.

Sigríður Björg Ingólfsdóttir

Það skemmtilegasta við starfið mitt er að skipuleggja ógleymanlegar ferðir. Ferðalög skapa góðar minningar og ferðaþjónusta bætir lífsgæði allra.

Ramona PittroffKatla-DMI

Kraftur og fegurð náttúrunnar speglast í fólkinu sem býr hér og fólkinu sem heimsækir okkur. Íslensk ferðaþjónusta á heiður og þakkir skilið.

Sigríður Margrét OddsdóttirLyfja

Það er gefandi að snerta hjörtu gestanna á HÆLINU, sýningin um berklanna gerir það og svo er dásemd að bjóða upp á heimabakað með kaffinu á eftir.

María PálsdóttirHælið - setur um sögu berklanna

Það var ekki fyrr en gestsaugað benti okkur á hvað það væri fallegt hérna sem við áttuðum okkur á því. Venjulegt fyrir okkur - upplifun fyrir aðra.

Guðný HelgaBessastaðir Guesthouse

Þegar við hjónin ferðumst um landið með tjaldið okkar finnst okkur eftirsóknarvert og gefandi að vera innan um erlenda ferðamenn og jákvæðni þeirra.

Ólafur Finnbogason